ÞÁ ER KOMIÐ AÐÐÐÍ, gott fólk……

Hef hér sett í loftið nýja og endurbætta síðu þar sem hægt er að fylgjast með því sem ég er helst að fást við á myndlistarsviðinu hverju sinni og velta fyrir sér mögulegum kaupum og kjörum á tilteknum verkum. Kem svo til með að bæta inn nýjum verkum jafnóðum og þau verða til (allt mögulegt í gangi) og/eða tilkynna um frávik frá helstu viðfangsefnum, þegar sá gállinn er á mér. Semsagt, hér verður fjör og allir velkomnir að taka þátt í þessu ævintýri með mér, sem er allur að vakna til lífsins… á “gamans aldri”.

Vil svo sérstaklega þakka sonum mínum þeim Gísla Geir og Ella fyrir aðstoð við gerð síðunnar (þeir gerðu reyndar allt… ég ekkert).  Er lífið ekki… geggjað!
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.