SUMARIд25

Egill Eðvarðsson
April 29, 2025

Það er (eðlilega) kominn sumarfiðringur í mig, sem kallar fram eintóma gleði og góðar vættir. Kominn af stað með alls konar náttúrulífsmyndir eins og td nýjar fuglamyndir og myndir í ætt við gömlu árfarvegina mína, grónar heiðar og ilmandi heysátur. Já, Maríuhöfnin er öll að lifna við, allir helstu mófuglar komnir til landsins alla vega lóan, stelkurinn , jaðrakaninn og hrossagaukurinn. Spóinn lét hins vegar  ögn bíða  eftir sér en  uppáhalds fuglinn minn, margæsin, löngu mætt á svæðið, forfrömuð eftir vetrardvöl í hinu stóra útlandi og lætur til sín taka á túnum bænda. Bíddu... var enginn sem kenndi þessum fallega fugli hvað meðalhóf er. Að ekki þurfi að éta upp allan nýgræðlinginn.

En áður en náttúran tekur öll völd langar mig fyrst að kynna glænýja 12 mynda syrpu, STAKSTÓLA, einhvers konar frávik eða útúrdúr frá stólaseríunni minni, þar sem kynntir eru til sögunnar 12 ólíkir stólar eins og til dæmis prédikunarstóll, sólstóll, hjólastóll, vefstóll, barnastóll, rafmagnsstóll, ruggustóll, biskupsstóll og friðarstóll…

… ( sjá síðuna mína egilledvardsson.com ).

Skoðið endilega! En eftir svo sem 2 til 3 vikur tekur síðan sjálf náttúran alfarið yfir. Já, þetta byrjar vel… og sumarið verður síðan alveg geggjað. Ekki spurning.

Læt vita af nýjum myndum um leið og þær verða til. Gott og gleðilegt sumar... allir!