Lét vita af því fyrir skömmu að ný myndaröðyrði kynnt á næstunni. “Á næstunni” er samkvæmt mínu dagatali… til dæmis núna.
Náinn vinur til 50 ára, Gunnar Þórðarson tónskáld með meiru kynnti fyrir mér lag í den, lagið A House Is Not a Homeeftir Burt Bacharach (1928-2023). Man nákvæmlega hvenær það var. Þetta var árið 1982… og komið haust.
Geggjað lag!
Ótrúlega magnaður texti lagsins, sem er eftir Hal David (1921-2012), hefur alltaf dúkkað upp öðru hvoru í huga mér, en það var ekki fyrr en fyrir um það bil ári að mér fannst hluti textans… “a chair is still a chair even when there´s no one sittin´ there” kalla sérstaklega til mín.
Nýja myndaröðin byggir á þessum og öðrum hugleiðingum Hals, sem rýma við svo margt í lífi okkar eins og til dæmis hamingjuna, sem oft er í hendi án þess að við tökum eftir henni… síleitandi að einhverju öðru og meir.
Fáum okkur sæti, gott fólk… og njótum!