SKRATTAKOLLAR

Egill Eðvarðsson
January 5, 2024

Hæ, hæ…

… og gleðilegt ár. Já, nýtt ár 2024 hefur bankað upp á og kemur (vonandi) til með að verða gott og gjöfult fyrir okkur öll. Hef verið duglegur að mála upp á síðkastið (eins og reyndar alltaf) og er sömuleiðis nýbúinn að uppfæra síðuna mína með alls kyns myndverkum, bæði gömlum og nýjum. Skoðið endilega!

Í allra nýjustu myndunum kemur það á óvart að vaxið hafa lítil horn á rauðnefja “kallana” mína (trúðana mína), sem mér finnst núna eins og gætu þá allt eins kallast… SKRATTAKOLLAR (eða jafnvel SKRATTAKALLAR), en það kallaði hún okkur gjarnan, mig og Stebba, besta vin minn í æsku… móðir hans Jenna Jensdóttir, betri helmingur barnabókahöfundanna Jennu og Hreiðars og þá einkum þegar við höfðum gert eitthvað af okkur. SKRATTAKOLLAR… ekki  í merkingunni kjánar, heimskingjar eða fávitar eins og Orðabók Árnastofnunar tilgreinir heldur í merkingunni…pjakkar eða prakkarar!

Velkomnir… SKRATTAKOLLAR!