VORIÐ 1969

Egill Eðvarðsson
January 11, 2024

Man alltaf eftir mögnuðu augnabliki í listasögutíma í Myndlista- og handíðaskólanum vorið 1969 hjá okkar stórskemmtilega kennara, Birni Th Björnssyni, þegar hann sagði: “Þið áttið ykkur á því, nemendur góðir, að enginn litur er litur… fyrr en það er annar litur við hliðina á honum”. Orð að sönnu!